Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. nóvember 2014 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pogba ætlar að verða jafn góður og Zidane
Pogba í leik með franska landsliðinu.
Pogba í leik með franska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Juventus, segir að sinn metnaður sé að verða eins góður og snillingurinn Zinedine Zidane.

Zidane er að margra mati einn besti leikmaður sögunnar en á ferli sínum vann hann alla stærstu titla sem boði eru í heiminum, þar á meðal HM, EM og Meistaradeildina.

,,Mér líður mjög vel á Ítalíu og það er eins og við séum ein stór fjölskylda. Ég er bara að hugsa um að bæta mig sem leikmenn. Vonandi verð ég eins og Zidane," segir þessi fyrrum leikmaður Manchester United.

Þessi ungi og hæfileikaríki leikmaður hefur verið orðaður við Real Madrid, félagið sem Zidane spilaði fyrir. Pogba vill lítið tjá sig um hvort það sé markmiðið að fara sömu leið og Zidane.

,,Real Madrid er magnað félag en það er líka Juventus."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner