Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. nóvember 2014 23:18
Ívan Guðjón Baldursson
Svíarnir brjálaðir út í portúgalska dómarann
Hareide var ekki sáttur með dómgæsluna.
Hareide var ekki sáttur með dómgæsluna.
Mynd: Getty Images
Age Hareide, þjálfari Malmö, var ekki sáttur með dómgæsluna í tapi sænska félagsins gegn ítalska stórliðinu Juventus.

Malmö er í neðsta sæti A-riðils en getur komið sér í Evrópudeildina með sigri gegn Olympiakos þegar liðin mætast í Grikklandi.

Leikmenn Malmö voru brjálaðir út í dómarann eftir leikinn og leið þeim eins og hann hafi verið tólfti maður Juventus.

,,Í seinni hálfleik vorum við ekki nægilega góðir. Fyrsta markið átti aldrei að eiga sér stað, við gáfum þeim það," sagði Hareide.

,,Seinna markið var hins vegar dómaraskandall. Morata horfði ekki einu sinni á boltann þegar hann henti Erik Johansson í jörðina."

Miðjumaðurinn Magnus Eriksson var einnig ósáttur með dómgæslu hins portúgalska Pablo Proenca.

,,Við ættum að vera stoltir eftir góða frammistöðu, en það er erfitt þegar dómarinn mismunar eftir stærð félags," sagði Eriksson.

,,Þetta er sorglegt fyrir knattspyrnuna og okkur. Við sáum allir hversu hliðhollur hann var andstæðingum okkar allar 90 mínúturnar. Það var sorglega augljóst."
Athugasemdir
banner