Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 26. nóvember 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan: Ég er ekki 100 prósent klár
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji Paris Saint-Germain í Frakklandi, segist ekki enn vera kominn í hundrað prósent form en honum tókst að komast á blað í 3-1 sigri liðsins á Ajax í Meistaradeild Evrópu í gær.

Sænski framherjinn kom PSG í 2-1 gegn Ajax í gær áður en Edinson Cavani gerði út um leikinn með öðru marki sínu í leiknum.

Zlatan er þó kominn í sitt gamla form en hann segir að það komi til með að taka tíma.

,,Ég er ekki orðinn 100 prósent. Það tekur smá tíma að finna taktinn og ég hef ekki æft í tvo mánuði en það er gott fyrir sjálfstraustið að skora og ég veit að ég kem sterkur til baka," sagði Zlatan.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner