Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 26. nóvember 2015 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Benítez ánægður með að skora fjögur
Rafa Benitez
Rafa Benitez
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez, stjóri Real Madrid, var mjög ánægður með frammistöðu liðsins í 4-3 sigri á Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í gær.

Madrídingar komust í 4-0 áður en heimamenn gerðu áhlaup og minnkuðu muninn í 4-3 á síðasta korteri leiksins.

„Eftir leikinn á móti Barca er mjög jákvætt að við bregðumst við með að komast í 4-0. Svo komu tvö mistök, fyrra má skrifast á einbeitingaskort og ég er ekki viss um að seinna hafi verið víti," sagði Benítez.

„Þegar maður kemst í 4-0 getur maður haldið að leikurinn sé búinn. Ég er samt mjög ánægður með fyrstu 78 mínúturnar. Við spiluðum frábæran leik þar til við gleymdum okkur aðeins."

Real Madrid hefur ekki tapað leik í Meistaradeildinni í vetur og er á toppi A-riðils með 13 stig en liðið mætir Malmö í lokaumferðinni. Real er þegar öruggt með toppsætið.



Athugasemdir
banner
banner
banner