Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 26. nóvember 2015 13:02
Elvar Geir Magnússon
Chelsea að missa þolinmæðina gagnvart Costa
Eru menn að gefast upp á Costa?
Eru menn að gefast upp á Costa?
Mynd: Getty Images
Samkvæmt fréttum Guardian, sem talinn er einn áreiðanlegasti fjölmiðill Bretlandseyja, er farið að ræða það alvarlega innan Chelsea að kaupa nýjan sóknarmann þar sem menn hafa áhyggjur af Diego Costa.

Spænski sóknarmaðurinn var algjör lykilmaður þegar Chelsea hampaði meistaratitlinum síðasta tímabil en hefur aðeins verið skugginn af sjálfum sér.

Þessi 27 ára leikmaður hefur virkað mjög pirraður síðustu vikur og virst eins og hann hafi meiri áhuga á að vera í slagsmálum við andstæðinga en að skora fótboltamörk.

Í leiknum gegn Maccabi Tel Aviv á þriðjudagskvöld leit út sem Jose Mourinho sé byrjaður að missa þolinmæðina gagnvart Costa en þeir áttu í hörðum skoðanaskiptum.

Forráðamenn Chelsea eru farnir að skoða hvaða kostir eru á markaðnum. Félagið vill fá Antoine Griezmann en afar ólíklegt er að Atletico Madrid sé tilbúið að láta þennan stjörnuleikmann frá sér í janúar.

Einhverjar sögusagnir eru um að Chelsea gæti fengið Emmanuel Adebayor á frjálsri sölu, eins ótrúlega og það hljómar. Það stefnir allavega í áhugaverðan janúarglugga á Stamford Bridge.
Athugasemdir
banner
banner
banner