Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 26. nóvember 2015 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Birkir og félagar komnir áfram
Mynd: Getty Images
Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson spiluðu fyrir Rosenborg sem gerði jafntefli við AS Saint-Etienne í Evrópudeildinni í kvöld.

Hólmar lék allan leikinn í vörn Rosenborg en Matti Villa kom inn þegar lítið var eftir af leiknum og tókst ekki að lauma inn sigurmarki. Rosenborg er þar með dottið úr keppni

Birkir Bjarnason lék fyrstu 88 mínúturnar er Basel gerði jafntefli við tíu leikmenn Fiorentina. Stigið tryggir Basel upp úr riðlakeppninni og verður Birkir því fulltrúi Íslands í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar ásamt Ragnari Sigurðssyni sem komst áfram með FC Krasnodar fyrr í dag.

Harry Kane gerði sigurmark Tottenham gegn Qarabag og tryggði sína menn þannig upp úr J riðli. Það sem kemur mest á óvart í riðlinum er að Monaco virðist vera á barmi þess að vera slegið út, en liðið þarf sigur á White Hart Lane í lokaumferðinni og verður um leið að treysta á að Anderlecht geri jafntefli eða tapi á heimavelli gegn Qarabag.

Annars eru Athletic Bilbao, Schalke, Sparta Prag, Lazio og Saint-Etienne búin að tryggja sig áfram auk Rapid frá Vínarborg, Napoli, Borussia Dortmund, Molde og Krasnodar.

G riðill:
Lazio 3 - 1 Dnipro
1-0 Antonio Candreva ('4 )
1-1 Bruno Gama ('65 )
2-1 Marco Parolo ('68 )
3-1 Filip Djordevic ('93)

Rosenborg 1 - 1 Saint-Etienne
1-0 Alexander Söderlund ('40 )
1-1 Nolan Roux ('80, víti)



H riðill:
Lokomotiv Moskva 2 - 4 Sporting
1-0 Maicon ('5 )
1-1 Fredy Montero ('20 )
1-2 Bryan Ruiz ('38 )
1-3 Gelson Martins ('43 )
1-4 Matheus Pereira ('60 )
2-4 Aleksey Miranchuk ('86)

Besiktas 2 - 0 Skenderbeu
1-0 Cenk Tosun ('35 )
2-0 Cenk Tosun ('78)



I riðill:
Basel 2 - 2 Fiorentina
0-1 Federico Bernardeschi ('23 )
0-2 Federico Bernardeschi ('36 )
1-2 Marek Suchy ('40 )
2-2 Mohamed Elneny ('74 )
Rautt spjald:Facundo Roncaglia, Fiorentina ('26)

Belenenses 0 - 0 Lech Poznan



J riðill:
Monaco 0 - 2 Anderlecht
0-1 Guillaume Gillet ('45 )
0-2 Frank Acheampong ('78)

Qarabag 0 - 1 Tottenham
0-1 Harry Kane ('78 )



K riðill:
Schalke 04 1 - 0 APOEL
1-0 Maxim Choupo-Moting ('86)

Sparta Prag 1 - 0 Asteras Tripolis
1-0 Jakub Brabec ('33 )
Rautt spjald: Ladislav Krejci, Sparta ('82)



L riðill:
AZ 1 - 2 Partizan
1-0 Dabney dos Santos ('48 )
1-1 Aboubakar Oumarou ('65 )
1-2 Andrija Zivkovic ('89)

Augsburg 2 - 3 Athletic Bilbao
0-1 Markel Susaeta ('10 )
1-1 Piotr Trochowski ('41 )
2-1 Raul Bobadilla ('59 )
2-2 Aritz Aduriz ('83)
2-3 Aritz Aduriz ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner