Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Ingólfur tilnefndur til Hvatningarverðluna ÖBÍ
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Á alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember næstkomandi veitir Öryrkjabandalag Íslands Hvatningarverðlaun sín, í níunda sinn. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum en í flokki umfjöllunar/kynningar en Ingólfur Sigurðsson, nýjasti leikmaður Fram, tilnefndur til verðlauna.

Ingólfur fær tilnefningu fyrir opinskáa umræðu um andlega líðan íþróttafólks.

Ingólfur hefur verið duglegur að halda þeirri umræðu á lofti en hann hélt meðal annars áhugaverðan fyrirlestur á málþingi um andlega líðan íþróttamanna í HR í haust.

„Það er mikill heiður að fá þessa tilnefningu. Ég held að tilnefningin sé ekki síður HR, KSÍ og ÍSÍ að þakka en málþingið á þeirra vegum í haust um andlega líðan íþróttamanna vakti mikla athygli," sagði Ingólfur við Fótbolta.net í adg.

Sjá einnig:
Sjáðu fyrirlestur Ingólfs: Ég er geðsjúklingur
Athugasemdir
banner
banner
banner