Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 26. nóvember 2015 18:36
Ívan Guðjón Baldursson
James Wilson lánaður til Brighton (Staðfest)
James Wilson þykir gífurlega efnilegur og væri búinn að spila á tímabilinu ef ekki vegna góðs gengis Anthony Martial í sóknarleiknum.
James Wilson þykir gífurlega efnilegur og væri búinn að spila á tímabilinu ef ekki vegna góðs gengis Anthony Martial í sóknarleiknum.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn ungi James Wilson mun spila í toppbaráttu Championship deildarinnar út tímabilið.

Wilson er leikmaður Manchester United og vildi Louis van Gaal ekki lána hann fyrr á tímabilinu til að hafa auka möguleika í sókninni.

Wilson hefur gert þrjú mörk í fimmtán deildarleikjum fyrir Rauðu djöflana og verður 20 ára gamall í desember.

Wilson gengur til liðs við Brighton sem er eina taplausa liðið eftir 17 umferðir í ensku B-deildinni.

Brighton er á toppinum ásamt Hull City með 35 stig, en þrjú lið fylgja tveimur stigum eftirá og því spennandi barátta framundan fyrir Wilson og félaga.
Athugasemdir
banner
banner