fim 26. nóvember 2015 22:12
Hafliði Breiðfjörð
KR skoðar leikmann sem var áður hjá Liverpool
Mendy í baráttu við Ósvald Jarl Traustason í kvöld.
Mendy í baráttu við Ósvald Jarl Traustason í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er þessa dagana með senegalskan leikmann á reynslu sem var áður á mála hjá Liverpool á Englandi.

Leikmaðurinn sem heitir Emmanuel Henry Gomis Mendy er 25 ára gamall hægri bakvörður.

Hann spilaði með KR gegn Breiðabliki í Bose mótinu í kvöld og náði ekki að heilla útsendara Fótbolta.net á leiknum. KR vann leikinn 1-0 með marki Ástbjörns Þórðarsonar.

Mendy er 25 ára gamall Senegali sem einnig er með spænskt ríkisfang.

Hann kom til Liverpool árið 2008 frá Murcia á Spáni en yfirgaf enska félagið sumarið 2012.

Hann spilaði síðar með Dinamo Tbilisi en var síðast hja Daugava Riga í Lettlandi.
Athugasemdir
banner
banner