Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. nóvember 2015 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Stuðningsmenn PSV tóku Toure-lagið á Trafford
Mynd: EPA
PSV mætti á Old Trafford og náði í mikilvægt jafntefli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Stuðningsmenn hollensku meistaranna voru í góðu skapi og heyrðist hátt í þeim allan leikinn, en líka fyrir og eftir leik.

Hér fyrir neðan má sjá þegar stuðningsmenn PSV, sem ferðuðust til Manchester fyrir leikinn, taka Toure-lagið vinsæla þar sem skipst er á að syngja nöfn bræðranna Yaya og Kolo Toure.

Jafnteflið gegn Man Utd þýðir að PSV getur tryggt sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar með sigri á heimavelli gegn CSKA frá Moskvu.

Til gamans má geta að bræðurnir Yaya og Kolo leika með tveimur af helstu erkifjendum Rauðu djöflanna, Manchester City og Liverpool.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner