Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. nóvember 2015 06:30
Arnar Geir Halldórsson
Óvíst hvort Hart verði lengi frá
Meiddur
Meiddur
Mynd: Getty Images
Joe Hart þurfti að yfirgefa völlinn skömmu fyrir leikslok vegna meiðsla þegar Man City tapaði 1-0 fyrir Juventus í gær í Meistaradeild Evrópu.

Manuel Pellegrini, stjóri Man City, sagðist ekkert geta sagt til um hversu alvarleg meiðslin væru.

„Hann á í vandræðum aftan í læri. Vonandi verður hann ekki lengi frá en ef hann getur ekki spilað treysti ég Willy Caballero fullkomlega," segir Pellegrini.

Man City fær Southampton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og þarf að svara fyrir skellinn sem liðið fékk gegn Liverpool um síðustu helgi. Margir efast um að Caballero sé nægilega öflugur til að fylla skarð Hart ef hann verður frá í einhvern tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner