Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. nóvember 2015 14:30
Elvar Geir Magnússon
Paul Merson býður Grealish hjálparhönd
Paul Merson.
Paul Merson.
Mynd: Getty Images
Paul Merson hefur boðist til að aðstoða Jack Grealish að komast aftur á beinu brautina eftir vandræði utan vallar. Grealish er tvítugur leikmaður Aston Villa en hann fór alla leið í djamminu eftir niðurlægjandi tap Villa gegn Everton um síðustu helgi.

Grealish hefur verið bannað að æfa með aðalliði Aston Villa og verður ekki með liðinu gegn Watford á laugardag. Í sumar komst Grealish í fréttirnar þegar hann var myndaður áfengisdauður á götum úti á Tenerife.

Paul Merson er fyrrum leikmaður Aston Villa og enska landsliðsins en á sínum ferli átti hann líka í vandræðum utan vallar.

„Strákurinn þarf að fá sér sæti með einhverjum sem hefur verið í hans stöðu. Ég er tilbúinn að ræða við hann í klukkutíma. Hann er í besta starfi í heimi, vinnur við að spila fótbolta. Einhver þarf að segja honum að þessi tími hverfi fljótt."

„Þegar þú ert myndarlegur, lítur út eins og Brad Pitt og ert atvinnumaður, þá þyrpist fólk að þér. En þegar ferlinum er lokið ertu ekki eins og Brad Pitt," segir Merson.
Athugasemdir
banner
banner