fim 26. nóvember 2015 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rakel Logadóttir aðstoðarþjálfari Þróttara (Staðfest)
Rakel er 34 ára gömul.
Rakel er 34 ára gömul.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Logadóttir hefur verið kynnt sem nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Þrótti Reykjavík og auk þess er hún aðalþjálfari 2. flokks kvena.

Rakel skrifaði undir tveggja ára samning fyrr í dag og mun vinna náið með Mist Rúnarsdóttur, þjálfara 3. flokks kvenna, og Ásmundi Vilhelmssyni, aðalþjálfara meistaraflokks.

Rakel á glæstan feril að baki í íslenska boltanum þar sem hún hefur orðið Íslandsmeistari fjórum sinnum og unnið bikarinn tvisvar með Val, auk þess að eiga 26 landsleiki að baki.

„Við eigum mjög efnilega leikmenn í þessum flokkum og það er mikilvægt að hafa öflugt þjálfara teymi sem við teljum okkur vera komin með," stendur á Instagram síðu Þróttara.

„Það er trú okkar að þetta teymi muni lyfta starfi kvenna knattspyrnunnar í Þrótti upp á næsta þrep. Bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.

Lifi......"

Athugasemdir
banner
banner
banner