Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. nóvember 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Ranieri rólegur á toppnum: Markmiðið er 40 stig
Ranieri splæsti í pizzu veislu á dögunum.
Ranieri splæsti í pizzu veislu á dögunum.
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, stjóri Leicester, er ekki farinn að setja ný markmið þrátt fyrir stórkostlega byrjun á tímabilinu.

Eftir 13 umferðir í ensku úrvalsdeildinni situr Leicester á toppnum með 28 stig en á næstu vikum tekur við mjög erfitt leikjaplan hjá liðinu.

Ranieri segist því fyrst og fremst hugsa um að ná 40 stigum og tryggja sæti liðsins.

„Við vitum að fyrr en síðar munum við tapa. Við viljum bara sýna karakterinn sem við höfum. Liðsandinn er svo góður," sagði Ranieri í dag.

„Þetta er opið tímabil en markmiðið okkar er 40 stig. Ég bíð mjög spenntur eftir að sjá hvernig við bregðumst við í stóru leikjunum."

Næstu leikir Leicester:
28. nóvember: Leicester - Man Utd
5. desember: Swansea - Leicester
14. desember: Leicester - Chelsea
19. desember: Everton - Leicester
26. desember: Liverpool - Leicester
29. mars: Leicester - Manchester City
Athugasemdir
banner
banner
banner