fim 26. nóvember 2015 17:00
Elvar Geir Magnússon
Ribery snýr aftur eftir tvær vikur
Franck Ribery fagnar marki.
Franck Ribery fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Franck Ribery hefur ekki spilað síðan 11. mars vegna ökklameiðsla en stefnir að því að snúa aftur þann 12. desember þegar lið hans, Bayern München, mætir Ingolstadt.

Frakkinn er byrjaður að æfa á ný og ætti að geta tekið þátt í fullum æfingum með liðinu á næstu dögum.

„Ég mun reyna. Það hefur gengið vel síðustu vikur. Ég er búinn að vinna í mínu standi og vonast til að geta komið til móts við liðið á æfingu bráðlega. Sem stendur lítur þetta allt mjög vel út," segir Ribery.

„Stefnan er að spila mínútur gegn Ingolstadt. Mér líður vel í ökklanum og hef lagt mikið á mig síðustu daga. Ég hef prófað ýmsar æfingar og ekki fundið fyrir sársauka."

Næsti leikur Bayern München er gegn Herthu Berlin á laugardag 14:30 en leikurinn verður beint á SkjáEinum og SkjáSporti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner