Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 26. nóvember 2015 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Rooney: Verðum að skora fleiri mörk
Wayne Rooney
Wayne Rooney
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrirliði Man Utd, var pirraður eftir markalausa jafnteflið gegn PSV í Meistaradeild Evrópu í gær.

„Við áttum möguleika á að vinna þennan leik og við gerðum góða hluti í fyrri hálfleiknum. Við vorum óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var verri og heilt yfir er jafntefli líklega sanngjörn úrslit en ekki það sem við vildum," sagði Rooney.

Úrslitin í gær þýða að Man Utd þarf að fara til Þýskalands og ná í sigur gegn toppliði riðilsins, Wolfsburg.

„Það er alltaf erfitt að fara til Þýskalands. Við verðum að hafa trú á okkur og trúa því að við séum nógu góðir til að ná í þrjú stig. Við vonuðumst til að klára þetta í kvöld en það gekk ekki upp".

Rooney og félagar hafa átt í miklum erfiðleikum með að skora mörk í vetur og gerir fyrirliðinn sér grein fyrir að það verði að breytast.

„Við erum ekki nógu beittir. Við sem lið verðum að skora fleiri mörk. Við verðum að fara breyta þessum jafnteflum í sigra," sagði Rooney.


Athugasemdir
banner
banner