Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. desember 2014 20:30
Alexander Freyr Tamimi
Harry Redknapp: Glæpsamlegt að fá á sig annað mark
Redknapp var hundfúll.
Redknapp var hundfúll.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, stjóri QPR, var afar svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

QPR varð manni fleiri í stöðunni 1-0 fyrir Arsenal eftir að Olivier Giroud var rekinn af velli en skömmu síðar tvöfaldaði Tomas Rosicky forystu Arsenal og sigurinn var þá nokkurn veginn í höfn, þó QPR hafi minnkað muninn.

,,Þegar þeir misstu mann af velli í stöðunni 1-0 urðum við að vera þéttir fyrir. Það eina sem við vildum ekki var að fá á okkur annað mark. Að fá á okkur þetta seinna mark var algerlega glæpsamlegt," sagði Redknapp.

,,Fyrra markið þeirra var lélegt líka, við vorum sofandi og leyfðum stráknum að komast þarna á bakvið okkur. Við vorum líka heppnir með vítið sem Arsenal klúðraði."

,,Þeir voru mun meira með boltann og voru frábærir, en þegar þeir misstu mann af velli var þetta frábært tækifæri fyrir okkur. Við komumst í flottar stöður en vantaði herslumuninn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner