fös 26. desember 2014 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Pochettino: Getur aldrei slakað á í úrvalsdeildinni
Mauricio Pochettino var sáttur með sigurinn.
Mauricio Pochettino var sáttur með sigurinn.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino var ansi létt eftir 2-1 sigur Tottenham gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Harry Kane kom Tottenham yfir strax á annarri mínútu, en Leicester jafnaði og var líklegt til að komast yfir áður en Christian Eriksen skoraði frábært mark úr aukaspyrnu á 70. mínútu og tryggði Spurs sigurinn.

,,Ég er ánægður með úrslitin. Við byrjuðum virkilega vel, skoruðum snemma og fengum mörg tækifæri," sagði Pochettino.

,,Eftir 20 mínútur misstum við stjórn á leiknum. Þetta var opinn leikur og Leicester spilaði virkilega vel. Það eru aldrei auðveldir leikir í úrvalsdeildinni."

,,Leicester var að gera frábæra hluti og maður getur aldrei slakað á í úrvalsdeildinni. Leicester átti meira skilið í dag."

Athugasemdir
banner
banner
banner