Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 26. desember 2014 20:29
Magnús Már Einarsson
Sterling fór í klippingu út af markaþurrð
Sterling fagnar marki sínu í dag.
Sterling fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling segist hafa ákveðið að raka hárið af fyrr í þessum mánuð þar sem honum gekk illa að skora.

Sterling skoraði sigurmark Liverpool gegn Burnley í gær og er nú með þrjú mörk í síðustu þremur leikjum þar sem hann hefur spilað sem fremsti maður.

Sterling segist hafa ákveðið að láta hárið fjúka eftir markaþurrð.

,,Ég var ekki búinn að skora í nokkrum leikjum og ákvað að breyta til," sagði Sterling eftir leikinn í dag.

,,Ég skoraði í næsta leik og ætla að reyna að halda mig við þessa greiðslu eins lengi og ég get jafnvel þó að ég hafi verið veikur í nokkra daga eftir að ég fór í klippinguna."
Athugasemdir
banner
banner
banner