Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 26. desember 2014 20:07
Alexander Freyr Tamimi
Wenger: Giroud viðurkennir þegar hann gerir mistök
Giroud fékk rautt spjald.
Giroud fékk rautt spjald.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með 2-1 sigur sinna manna gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Olivier Giroud fékk heimskulegt rautt spjald í stöðunni 1-0 á 53. mínútu en ekki alllöngu síðar skoraði Tomas Rosicky annað mark Arsenal. QPR minnkaði muninn en lokatölur 2-1.

,,Frá því að Giroud var sendur af velli, þá vissum við að þetta yrði barátta. Þetta var sanngjarnt rautt spjald, Olivier missti stjórn á sjálfum sér," sagði Wenger.

,,Þetta breytti leiknum algerlega, við stýrðum leiknum á þessum tímapunkti og þetta var nokkuð þægilegt. En Olivier er maður sem viðurkennir það þegar hann gerir mistök."

,,Við erum ennþá talsvert frá liðunum fyrir ofan okkur, þannig að við getum ekki verið of bjartsýnir í augnablikinu. Við einbeitum okkur bara að því sem við erum að gera."

Athugasemdir
banner
banner
banner