Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 27. janúar 2014 15:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 640.is 
Ásgeir Sigurgeirsson í Stabæk (Staðfest)
Ásgeir Sigurgeirsson í leik með Völsungi.
Ásgeir Sigurgeirsson í leik með Völsungi.
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Frágengið er að Hýsvíkingurinn ungi Ásgeir Sigurgeirsson mun skrifa undir þriggja ára samning við Stabæk í Noregi en þetta kemur fram á 640.is.

Ásgeir fetar þar með í fótspor frænda síns, Pálma Rafns Pálmasonoar, sem lék með Stabæk en leikur nú með Lilleström.

Stabæk komst aftur upp í úrvalsdeildina síðasta haust en þá endaði liðið í 2.sæti B-deildarinnar. Ásgeir mun æfa og spila með unglingaliði Stabæk fyrst um sinn.

Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 17 ára gamall á Ásgeir 41 leik að baki með meistaraflokki Völsungs og hefur hann skorað í þeim 9 mörk. Samanlagt hefur hann leikið 10 leiki fyrir u-17 og u-19 ára landslið Íslands og skorað í þeim 4 mörk. Hann var valinn efnilegasti leikmaður Völsungs á lokahófi 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner