Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 27. janúar 2015 17:17
Elvar Geir Magnússon
Bolurinn bannaður á Sky Sports - Leiðinlegar fréttir
Mynd: Skjámynd
Nú þegar Gluggadagurinn er á næstu leyti hefur Sky Sports tekið stóra ákvörðun. Almenningur fær ekki að vera kringum fréttamenn stöðvarinnar sem staddir verða við höfuðstöðvar allta helstu félaga enska boltans.

Gluggadagurinn fær góða umfjöllun á Sky Sports og hefur bolurinn hingað til fengið að vera í mynd en allt þótti fara úr böndunum síðast.

Nokkrir einstaklingar reyndu að hrópa ljót orð í beina útsendingu og þá voru fréttamenn truflaðir með ýmsu dóti, glow sticks troðið í eyra eins þeirra og kynlífsdúkku kastað ítrekað í annan.

Ýmislegt hefur verið reynt til að fá frið frá æstum stuðningsmönnum eins og sjá má í þessu myndbandi:


Athugasemdir
banner
banner
banner