Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 27. janúar 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Chelsea og Man Utd vilja Pogba
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Steve McClaren gæti tekið við Newcastle.
Steve McClaren gæti tekið við Newcastle.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr enska boltanum á þessum fína þriðjudegi.



Dogulas Costa hefur beðið Shakhtar Donetsk um að lækka verðmiðann á sér til að komast til Chelsea. (Daily Mirror)

Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, segir að það verði erfitt að hafna 75 milljóna punda tilboði í Paul Pogba. Chelsea og Manchester United hafa áhuga. (Metro)

Kevin Strootman, miðjumaður Roma, mun ekki fara til Manchester United en hann meiddist á hné um helgina. (Sun)

Umboðsmaður Adnan Januaj segir að kantmaðurinn muni ekki fara frá Manchester United í vetur. (Telegraph)

Southampton er að íhuga tilboð í Jordy Clasie miðjumann Feyenoord. (Daily Mirror)

Andre Schurrle verður ekki með Chelsea gegn Liverpool í enska deildabikarnum í kvöld þar sem Wolfsburg er að reyna að krækja í hann. (Telegraph)

Derby hefur mistekist að fá Junior Hoilett og Matt Phillips á láni frá QPR. (Daily Mail)

Steve McClaren, stjóri Derby, verður efstur á óskalista Newcastle í sumar en John Carver mun stýra liðinu út tímabilið. (Daily Mail)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, mun spila á sínu allra sterkasta liði gegn Liverpool í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. (The Times)

Real Madrid gæti fengið félagaskiptabann svipað og Barcelona fyrir að hafa rætt ólöglega við unga leikmenn. (Guardian)

Fabian Delph segir að liðsfélagar sínir hjá Aston Villa hafi verið steinhissa þegar hann skrifaði undir nýjan fjögurra og hálfs árs samning við félagið. (Guardian)

Mike Phelan verður næsti aðstoðarstjóri Hull City en hann verður aðstoðarmaður Steve Bruce. Þeir félagar spiluðu saman hjá Manchester United á sínum tíma. (Hull Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner