Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. janúar 2015 09:40
Magnús Már Einarsson
Emil lánaður til 1860 Munchen?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýskir fjölmiðlar greina frá því að 1860 Munchen hafi áhuga á að fá Emil Atlason framherja KR á láni út tímabilið.

1860 Munchen er í fallbaráttu í þýsku B-deildinni en þetta fornfræga félag er í leit að liðsstyrk.

Emil kemur þar til greina en hann vakti athygli erlendra félaga í undankeppni EM með U21 árs landsliði Íslands.

Atli Eðvaldsson, faðir Emils, gerði garðinn frægan í Þýskalandi á sínum tíma.

Hinn 21 árs gamli Emil hefur tvívegis áður farið til Þýskalands á reynslu þar sem hann var til skoðunar hjá Hoffenheim og St. Pauli.
Athugasemdir
banner
banner