Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 27. janúar 2015 19:00
Alexander Freyr Tamimi
Enska knattspyrnusambandið styður Prins Ali
Ali Bin Al Hussein.
Ali Bin Al Hussein.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports mun enska knattspyrnusambandið styðja Ali Bin Al Hussein, prinsinn af Jórdan, í kjörinu á forseta FIFA.

Prins Ali er nú þegar varaforseti sambandsins og er einn af fimm mögulegum mótherjum Sepp Blatter í forsetakosningunum.

Hver frambjóðandi þarf að fá stuðning fimm knattspyrnusambanda til að geta boðið sig fram og virðist sem prinsinn fái stuðning Englands. Greg Dyke, formaður enska knattspyrnsuambandsins, hefur þegar lýst því yfir að hér sé um flottan frambjóðanda að ræða.

Prins Ali er ekki sá eini sem vill steypa hinum óvinsæla Sepp Blatter af stóli, en Michael van Praag forseti hollenska knattspyrnusambandsins býður sig einnig fram.

Talið er að þessir tveir ásamt Blatter muni enda á að vera einu gjaldgengu frambjóðendurnir, en Van Praag segist hafa fengið nógu mörg atkvæði fyrir lokafrestinn á fimmtudag.

Jerome Champagne, annar frambjóðandi, viðurkenndi í mánuðinum að hann gæti átt erfitt með að fá formlegan stuðning. Þá eru þeir David Ginola og umboðsmaðurinn Mino Raiola taldir ólíklegir til árangurs.

Beri Blatter sigur úr bítum mun hann hefja sitt fimmta kjörtímabil, þrátt fyrir miklar óvinsældir - sérstaklega í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner