Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. janúar 2015 22:16
Alexander Freyr Tamimi
Enski deildabikarinn: Ivanovic skallaði Chelsea í úrslit
Ivanovic skorar hér sigurmark Chelsea.
Ivanovic skorar hér sigurmark Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea 1 - 0 Liverpool (2-1 samtals)
1-0 Branislav Ivanovic ('94 )

Chelsea er komið í úrslit enska deildabikarsins eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í framlengingu á Stamford Bridge.

Boðið var upp á hreint út sagt magnaðan fótboltaleik. Ótrúlegt er að ekki var skorað í venjulegum leiktíma, en bæði lið fengu svo sannarlega sín færi. Þó má segja að gestirnir rauðklæddu hafi verið líklegri ef eitthvað var.

Baráttan var stórbrotin allan leikinn. Það má í raun segja að það sé magnað að enginn leikmaður hafi fengið rautt spjald, en gulu spjöldunum var hins vegar dreift eins og sælgæti.

Staðan var hins vegar enn 0-0 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar, en fyrri leikurinn fór 1-1.

Það var ekki langt liðið af framlengingunni þegar Chelsea komst í 1-0. Þar var á ferðinni Branislav Ivanovic með skalla eftir frábæra aukaspyrnu frá Willian. Serbneski landsliðsmaðurinn var aleinn í teignum, en Mario Balotelli klikkaði gersamlega á því að dekka hann.

Jordan Henderson hefði getað jafnað metin skömmu síðar. Raheem Sterling átti frábæran sprett og fyrirgjöf og Henderson var með gersamlega dauðafrían skalla, en skallaði boltann framhjá. Algert klúður.

Ekki urðu mörkin fleiri. Chelsea tókst að halda Liverpool í skefjum og vann 1-0 sigur, 2-1 samtals, og er því á leið í úrslitin. Þar verður andstæðingurinn Tottenham eða Sheffield United.
Athugasemdir
banner
banner