Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 27. janúar 2015 22:49
Alexander Freyr Tamimi
Mourinho: Áttum að klára þetta í venjulegum leiktíma
Mourinho á hliðarlínunni í kvöld.
Mourinho á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var afar ánægður með sína menn eftir að þeir unnu 1-0 sigur gegn Liverpool í undanúrslitum deildabikarsins og tryggðu sér sæti á Wembley.

Branislav Ivanovic skoraði eina mark leiksins í framlengingu, og þó að Mourinho hrósi Liverpool fannst honum að sínir menn hefðu átt að klára einvígið í venjulegum leiktíma.

,,Þetta er nýtt Liverpool lið og mjög erfiður andstæðingur," sagði Mourinho.

,,Ég er mjög ánægður með að hafa unnið mjög gott lið í þessari rimmu. Það eina er að við hefðum átt að klára þennan leik í venjulegum leiktíma."

,,Við vorum mikið með boltann í seinni hálfleik, og næstbestu fréttir dagsins eru að Ramires er kominn aftur. Það er frábært að hann sé kominn til baka."


Mourinho vildi ekki tjá sig um atvik í fyrri hálfleik þar sem Diego Costa virtist eiga að fá víti:

,,Ef ég tala, þá fer fólk að segja "Mourinho enn og aftur". Ef ég tjái mig mun enska knattspyrnusambandið reyna að refsa mér, eins og þeir gera alltaf. Ég held að það sé betra ef þið tjáið ykkur um þetta."

,,En jafnvel þó við höfum unnið leikinn verð ég að spyrja af hverju. En það mikilvægasta er að við unnum, stuðningsmennirnir voru algerlega frábærir og það er þýðingamikið að spila úrslitaleik á Wembley."

Athugasemdir
banner
banner