Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 27. janúar 2015 15:00
Fótbolti.net
„Sterling, Hazard og Pogba líklegir til að taka við"
Svar við fyrirspurn í sérfræðingahorni Fótbolta.net
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net hefur opnað sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Skúli Jarl Halldórsson sendi spurningu sem Ríkharð Óskar Guðnason, lýsandi á Stöð 2 Sport, sá um að svara.

Hverjir verða að ykkar mati 3 bestu leikmenn heims eftir að Cristiano Ronaldo og Messi fara að slaka aðeins á?
Já þetta er ágætis spurning hjá þér félagi. Ég sé samt þessa menn ekkert vera að fara að slaka sér niður á næstu árum. Þeir eru nánast ómannlegir þegar kemur að þessari íþrótt. Alfredo Di Stefano hlaut Ballon d´Or verðlaunin 33 ára og Fabio Cannavaro náði einnig þeim áfanga 2006 svo tekin séu dæmi með leikmenn sem geta verið í fremstu röð lengi á ferlinum. Ronaldo og Messi geta það, miðað við líkamsbyggingu Ronaldo gæti hann þess vegna verið í fremstu röð ennþá 34 – 36 ára þó hann verði kannski ekki eins fljótur.

En þeir leikmenn sem ég sé taka við keflinu er til að mynda Raheem Sterling hjá Liverpool. Hann hefur spilað yfir 100 leiki nú þegar og er lykilmaður liðsins aðeins tvítugur. Eden Hazard verður bara betri og betri og er ennþá bara 24 ára. Síðan er freistandi að segja að Martin Odegaard eigi eftir að verða svakalegur en ég er hræddur við allt þetta mikla „hæp“ sem hann er að fá og athygli, hann er aðeins 16 ára gamall en hann er búinn að leika 3 A-landleiki fyrir Noreg sem er lygilegt. Það er hinsvegar alltof snemmt að tala um að hann gæti orðið næsta súperstjarna en hann lofar vissulega góðu.

Síðan er það klárlega Paul Pogba sem er kominn í algjöran heimsklassa og aðeins 21 árs gamall. Eins og ég sé stöðuna í dag þá eru Sterling, Hazard og Pogba líklegir til að taka við af Ronaldo og Messi en ég sé hinsvegar ekki að þeir verði á sama stalli og þessir snillingar. Hugsanlega sjáum við ekki svoleiðis leikmenn næstu 20 – 30 árin og hvað þá að þeir verði uppi á sama tíma í þessum gæðaflokki.
Athugasemdir
banner
banner