Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. janúar 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Milan vilja reka Galliani
Galliani er ekki elskaður af mörgum stuðningsmönnum Milan.
Galliani er ekki elskaður af mörgum stuðningsmönnum Milan.
Mynd: Getty Images
Hörðustu stuðningsmenn AC Milan gáfu út yfirlýsingu þar sem kennt er Adriano Galliani, varaforseta AC Milan, um vandræði félagsins.

Yfirlýsingin kom út skömmu eftir að orðrómar þess efnis að Filippo Inzaghi yrði rekinn á næstu vikum byrjuðu að verða háværir.

,,Þetta er ekki þjálfaranum að kenna, þetta er byggingu félagsins að kenna. Það þýðir ekkert að fjárfesta bara í félagslausum leikmönnum sem vilja alltof há laun," stendur í yfirlýsingunni.

,,Þetta er yfirmanninum að kenna, manninum sem ákvað að kaupa Matri á sama verði og Juventus keypti Tevez á, manninum sem vildi fá gervileikmenn á borð við Torres til félagsins bara til að selja þá svo aftur.

,,Við viljum biðja forsetann (Berlusconi) um að setja pening í félagið, en þá þarf hann fyrst að losa sig við manninn sem olli öllum vandræðunum. Þetta verður að gerast sem fyrst því við erum að missa stuðningsmenn."

Athugasemdir
banner
banner
banner