þri 27. janúar 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Senegal ósáttur með að Sakho hafi spilað um helgina
Diafra Sakho fagnar marki.
Diafra Sakho fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Alain Giresse, þjálfari Senegal, er allt annað en ánægður með að Diafra Sakho hafi spilað með West Ham gegn Bristol City í enska bikarnum helgina.

Sakho ákvað fyrr í mánuðinum að draga sig úr landsliðshópnum hjá Senegal fyrir Afríkumótið vegna bakmeiðsla.

Sakho sagðist ekki treysta sér til að fljúga til Afríku vegna meiðslanna en hann spilaði síðan með West Ham um helgina.

,,Þegar þú getur ekki flogið í sex vikur og spilar allt í einu fótboltaleik þá hlýtur að vera einhver ótrúleg lækning til staðar á Englandi. Ég er hissa á að hann hafi spilað," sagði Giresse.

,,Þetta setur hættulegt fordæmi því að leikmenn geta sagt að þeir geti ekki flogið til Afríku en þeir geta samt spilað leiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner