Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 27. janúar 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Van Gaal stöðvaði PSG frá því að kaupa Januzaj
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain hefur verið að reyna við Adnan Januzaj, leikmann Manchester United, og þurfti Louis van Gaal sjálfur að grípa í taumana.

Januzaj hefur aðeins byrjað fimm leiki í öllum keppnum á tímabilinu undir stjórn Van Gaal og var því búist við að stjórinn myndi leyfa Belganum unga að fara.

,,PSG er búið að sýna áhuga í vetur. Félagið setti sig í samband við Manchester United en Louis van Gaal stöðvaði allt og sagði að leikmaðurinn verður hvorki seldur né lánaður í janúar," sagði Dirk de Vriese, umboðsmaður Januzaj, samkvæmt Telegraph.
Athugasemdir
banner
banner
banner