Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. janúar 2015 20:09
Alexander Freyr Tamimi
Vine-myndband: Traðkaði Costa viljandi á Emre Can?
Átti Costa að sjá rautt?
Átti Costa að sjá rautt?
Mynd: Getty Images
Það er allt brjálað á samfélagsmiðlum vegna framkomu Diego Costa í viðureign Chelsea og Liverpool í enska deildabikarnum.

Brasilíski framherjinn virtist viljandi stíga á varnarmanninn Emre Can hjá Liverpool í leiknum, en hins vegar var ekkert dæmt.

Liðin eigast nú við í seinni undanúrslitaleik sínum í deildabikarnum, en þeim fyrri lauk með 1-1 jafntefli á Anfield.

Þetta er langt frá því að vera fyrsta umdeilda atvikið í kringum Costa frá því að hann kom til Englands, en meðal annars sló hann til Gylfa Þórs Sigurðssonar þegar Chelsea mætti Swansea fyrir áramót.

Hér að neðan má sjá atvikið, en við minnum lesendur okkar sem hafa Twitter að tjá sig um leikinn með kassamerkinu #fotboltinet. Twitter pakki verður birtur eftir leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner