Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. febrúar 2015 09:32
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Clyne til Man Utd eða Chelsea?
Powerade
Nathaniel Clyne.
Nathaniel Clyne.
Mynd: Getty Images
Það er alls konar slúður í ensku blöðunum á þessum fína föstudegi.



Chelsea ætlar að berjast við Manchester United um Nathaniel Clyne hægri bakvörð Southampton. (Daily Mirror)

Manchester United ætlar að hlusta á tilboð í Rafael í sumar en Louis van Gaal vill losna við Brasilíumanninn. (Telegraph)

Cheick Tiote, miðjumaður Newcastle, verður frá keppni út tímabilið vegna meiðsla á hné. Möguleiki er á að hann hafi spilað sinn síðasta leik með Newcastle. (Daily Mail)

Watford er að skoða varnarmanninn Zat Knight en hann er án félags. (Talksport)

Robin van Persie verður frá keppni í mánuð vegna ökkla meiðslanna sem hann varð fyrir gegn Swansea um síðustu helgi. (Sun)

Manchester City er að hefja viðræður við Yaya Toure um nýjan samning en núverandi samningur hans rennur út sumarið 2017. (Daily Star)

Eigendur Arsenal ætla að leyfa Arsene Wenger að fá 50 milljónir punda til leikmannakaupa í sumar en í staðinn vilja þeir sjá mun betri árangur. (Daily Telegraph)

Wojciech Szczesny mun missa sæti sitt í marki pólska landsliðsins til Artur Boruc markmanns Bournemouth. Szczesny hefur verið á bekknum hjá Arsenal að undanförnu á meðan David Ospina er í markinu. (Sun)

Liverpool ætlar að gefa Jordon Ibe nýjan fimm ára samning og fimmfalda laun hans upp í 25 þúsund pund á viku. (Daily Mirror)

Liverpool mun ekki fá refsingu frá UEFA fyrir að brjóta fjárhagsreglur sambandsins. (Daily Telegraph)

Diego Costa, framherji Chelsea, segist ekki ætla að breyta leikstíl sínum þrátt fyrir þriggja leikja bannið sem hann var dæmdur í á dögunum fyrir að traðka á Emre Can. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner