Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. febrúar 2015 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sportinglife 
Felix Magath lánar hlut sinn í Rangers til stuðningsmanna
Magath hefur unnið þýsku deildina þrisvar sinnum sem knattspyrnustjóri.
Magath hefur unnið þýsku deildina þrisvar sinnum sem knattspyrnustjóri.
Mynd: Getty Images
Felix Magath, fyrrverandi knattspyrnustjóri Fulham, keypti óvænt 810 þúsund hlutabréf í skoska knattspyrnufélaginu Rangers snemma í janúar.

Nú er vika í eigendafund félagsins og hefur Magath ákveðið að láta hlutabréf sín yfir til Rangers Supporters Trust, stuðningsmannahóps Rangers.

,,Felix er sannur fótboltamaður. Hann skilur vandamál félagsins og veit hvað stuðningsmennirnir hafa þurft að þola undanfarin ár," sagði Chris Graham, talsmaður stuðningsmannahópsins.

,,Við þökkum honum innilega fyrir aðstoðina og vonum að stjórn félagsins átti sig á því að þeirra tími sé liðinn."

Stuðningsmannahópur Rangers á nú þegar lítinn hluta í félaginu en með hlutabréfum Magath og annarra á hópurinn rúmlega 5 og hálft prósent í félaginu.

Annar stuðningsmannahópur sem kallar sig Rangers First á tvær milljónir hlutabréfa sem eru tæp 5 prósent og ætla hóparnir að sameina hlutabréf sín og annarra fyrir fundinn til að reka ákveðna einstaklinga úr stjórn félagsins.

Hóparnir munu reyna að steypa David Somers, forseta félagsins, úr stóli ásamt framkvæmdastjóranum Derek Llambias og yfirmanni fjármála Barry Leach. James Easdale, fyrrverandi stjórnarformaður, hefur sagt af störfum vegna pressu frá stuðningsmönnum.

Dave King, fyrrverandi forseti félagsins, stýrir þessu öllu í tilraun sinni til að komast aftur í æðsta stól félagsins ásamt samstarfsmönnum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner