Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. febrúar 2015 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leik Parma gegn Genoa frestað vegna verkfallshótana
Það er allt í rugli hjá Parma og margir telja framtíð félagsins vera myrka.
Það er allt í rugli hjá Parma og margir telja framtíð félagsins vera myrka.
Mynd: Getty Images
Parma á deildarleik við Genoa á sunnudaginn en honum hefur verið frestað af ítalska knattspyrnusambandinu.

Parma hefur verið í hrikalegum fjárhagsvandamálum á tímabilinu og nú eru leikmenn liðsins byrjaðir að hóta verkfalli, enda ekki búnir að fá laun frá upphafi tímabilsins.

Það þurfti að fresta síðasta heimaleik Parma sem átti að vera gegn Udinese vegna þess að enginn peningur var til að borga gæslumönnum.

,,Í ljósi slæmrar stöðu leikmanna Parma ákvað ég að gera þeim greiða og fresta leiknum, en ég get ekki gert það í hverri viku," sagði Carlo Tavecchio, formaður ítalska knattspyrnusambandsins.

Alessandro Lucarelli er fyrirliði Parma og hefur áður varað við því að leikmenn liðsins gætu tekið uppá því að fara í verkfall.

,,Við munum ekki spila í Genúa. Við erum búnir að biðja um að fresta leiknum. Ef leiknum verður ekki frestað þá munum við fara í verkfall og tapa 3-0."
Athugasemdir
banner
banner