Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. febrúar 2015 10:32
Magnús Már Einarsson
Uppblásinn banani stoppaði leik Feyenoord og Roma
Bananinn sem var hent inn á völlinn.
Bananinn sem var hent inn á völlinn.
Mynd: Getty Images
Leikur Feyenoord og Roma var stöðvaður í meira en tíu mínútur í gær eftir að áhorfendur hentu uppblásnum banana inn á völlinn.

Bananinn lenti nálægt Gervinho framherja Roma en mörgum öðrum hlutum var kastað í átt að honum í leiknum.

Gervinho svaraði fyrir sig með því að skora sigurmark Roma í leiknum en liðið komst áfram 3-2 samanlagt.

,,Það var rétt að stöðva leikinn. Við hefðum getað opnað búð með öllum hlutunum sem komu úr stúkunni inn á völlinn," sagði Rudi Garcia þjálfari Roma.

Lögreglan í Rotterdam hafði nóg að gera vegna óláta áhorfenda en fyrir leik voru 17 stuðningsmenn Feyenoord handteknir.
Athugasemdir
banner
banner
banner