fös 27. mars 2015 22:00
Alexander Freyr Tamimi
Barcelona keypti Neymar sem þeirra eigin Beckham
Neymar var ekki bara keyptur vegna gæða sinna.
Neymar var ekki bara keyptur vegna gæða sinna.
Mynd: Getty Images
Barcelona taldi að kaup félagsins á Neymar yrðu þau stærstu á Spáni frá markaðssjónarmiði síðan Real Madrid keypti David Beckham.

Þetta kom fram í svörum forseta félagsins, Josep Maria Bartomeu, en hann var yfirheyrður af dómara í dag vegna meintra skattsvika í tengslum við félagaskipti framherjans frá Santos í Brasilíu.

Bartomeu sagði að fyrrum forseti félagsins, Sandro Rosell, hafi að öllu leiti haft umsjón yfir kaupunum.

,,Ég nota alltaf David Beckham sem dæmi," sagði Bartomeu við dómarann í dag.

,,Við vildum kaupa þekktan leikmann sem myndi laða að fullt af styrktaraðilum. Neymar er ekki bara fótboltamaður, hann er stórstjarna á heimsmælikvarða. Við höfum aldrei keypt leikmann eins og hann áður."

,,Við vildum einhvern sem væri jafn góður og Beckham frá markaðssjónarmiðum. Þar til Neymar kom til sögunnar hafði ég ekki séð neinn sem komst nálægt Beckham í þessum efnum."


Neymar átti erfitt fyrsta tímabil í Barcelona en eftir frábært heimsmeistaramót hefur hann komið eins og stormsveipur inn í lið Katalóníurisana og átt virkilega gott tímabil.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner