Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 27. mars 2015 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Diego Lugano í sænsku úrvalsdeildina (Staðfest)
Diego Lugano (til vinstri) í landsleik.
Diego Lugano (til vinstri) í landsleik.
Mynd: Getty Images
Úrúgvæinn Diego Lugano er genginn í raðir Hacken í sænsku úrvalsdeildinni á frjálsri sölu.

Lugano gekk í raðir WBA í ensku úrvalsdeildinni árið 2013, en hann hafði áður spilað með PSG og Fenerbahce. Stóðst hann hinsvegar ekki væntingar á Englandi og spilaði einungis níu leiki.

Hann var því látinn fara frá WBA síðasta sumar og hefur verið án félags síðasta hálfa árið.

Lugano er fyrrum fyrirliði úrúgvæska landsliðsins og vonast nú til að vinna sér inn sæti í landsliðshópnum fyrir Copa America næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner