Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. mars 2015 16:17
Magnús Már Einarsson
Fylkir vill leggja gervigras á aðalvöllinn
Frá leik á Fylkisvelli.
Frá leik á Fylkisvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkismenn ætla að óska eftir því Reykjavíkurborg að setja gervigras á aðalvöll félagsins í Árbænum.

Glæsileg stúka var vígð í Árbænum í fyrrasumar og stefnt er á að setja gervigras á aðalvöllinn til að hægt sé að hafa hann í notkun allt árið um kring.

,,Við erum að skoða þetta með Reykjavíkurborg. Okkar hugmyndir eru að setja gervigras á aðalvöllinn og stóran hluta æfingasvæðisins," sagði Ólafur Geir Magnússon stjórnarmaður hjá Fylki í samtali við Fótbolta.net í dag.

,,Ég tel að þetta sé framtíðin. Ég bý niður við völlinn og ég sé hver nýtingin á honum er. Hún er nánast engin."

,,Við erum komnir með stóra og dýra stúku fyrir framan völlinn og til að allir geti notið góðs af því að spila knattspyrnu fyrir Fylki við bestu aðstæður er eina vitið að fá gervigras á aðalvöllinn. Þá getum við nýtt þessi mannvirki okkar."


Í dag er Stjarnan eina liðið í Pepsi-deildinni sem spilar heimaleiki sína á gervigrasi en ljóst er að liðunum á eftir að fjölga á næstu árum.

Í fyrstu deild karla munu Fram, Grótta, Haukar og HK öll spila á gervigrasi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner