fös 27. mars 2015 11:00
Daníel Freyr Jónsson
Khedira staðfestir að hann yfirgefi Real í sumar
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn Sami Khedia hefur staðfest að hann muni yfirgefa Real Madrid í sumar þegar samningur hans rennur út.

Allt þykir benda til þess að Khedira endi í ensku úrvalsdeildinni, en lið eins og Arsenal, Manchester United og Chelsea hafa verið sterklega orðuð við leikmanninn.

Þó er einnig talið líklegt að þýsku liðin Schalke og FC Bayern muni blanda sér í baráttuna um hann.

,,Þetta er ekki ákvörðun gegn Real. Ég vil fá nýja áskorun á ferlinum og vaxa sem leikmaður," sagði Khedira.

,,Það er ekkert samkomulag annarsstaðar og ég hef ekki gert upp hug minn um hvert ég vilji fara eins og er. Ég hef átt magnaðan tíma hér hjá mögnuðu félagi."

,,Ég mun gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu á næstu vikum."
Athugasemdir
banner