fös 27. mars 2015 13:43
Magnús Már Einarsson
Margir leikir á Íslandi á sama tíma og landsleikurinn
Álftanes og Stokkseyri eru tvö af þeim liðum sem verða í eldlínunni á sama tíma og landsleikurinn fer fram.
Álftanes og Stokkseyri eru tvö af þeim liðum sem verða í eldlínunni á sama tíma og landsleikurinn fer fram.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Ísland mætir Kasakstan klukkan 15:00.
Ísland mætir Kasakstan klukkan 15:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Kasakstan í mikilvægum leik í undankeppni EM klukkan 15:00 á morgun en leikurinn verður sýndur beint á RÚV.

Athygli vekur að margir leikir á Íslandi fara fram á sama tíma og landsleikurinn sem þýðir að leikmenn og aðstandendur í þeim leikjum geta ekki horft á landsliðið spila.

Sex leikir fara fram í Lengjubikar karla og kvenna á svipuðum tíma og landsleikurinn. Einhverjir leikir hafa verið færðir en Valur og Þór mætast til að mynda í Lengjubikar karla klukkan 13:00 en ekki 15:00 eins og áætlað hafði verið.

,,Er að spila leik í C-deild Lengjubikarsins kl. 14:00 á morgun. Inni á vellinum verða 22 menn væru frekar til í að horfa á landsleikinn," sagði Arnar Þór Ingólfsson á Twitter í dag en hann spilar með Stokkseyri sem á leik við Vatnaliljurnar klukkan 14:00.

Þá eru einnig leikir í yngri flokkum karla og kvenna á dagskrá á sama tíma og landsleikurinn.

Hér að neðan má sjá leikina í Lengjubikarnum sem eru að einhverjum hluta á sama tíma og landsleikurinn.

Lengjubikar karla - B deild Riðill 2
15:30 Álftanes-KFR (Samsung völlurinn)

Lengjubikar karla - C deild Riðill 2
14:00 Vatnaliljur-Stokkseyri (Fagrilundur)

Lengjubikar karla - C deild Riðill 3
14:00 Árborg-Kormákur/Hvöt (JÁVERK-völlurinn)

Lengjubikar karla - C deild Riðill 5
14:00 Hvíti riddarinn-Elliði (N1-völlurinn Varmá)

Lengjubikar kvenna C deild, riðill 1
15:00 Víkingur Ó.-Grindavík (Akraneshöllin)

Lengjubikar kvenna C deild, riðill 3
14:45 Hamrarnir-Völsungur (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner