fös 27. mars 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Ronaldo til Man Utd á 80 milljónir?
Powerade
Á leið til Manchester á ný?
Á leið til Manchester á ný?
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Jose Mourinho vill fá Andre Gomes frá Valencia. Þessi 21 árs gamli miðjumaður kostar 36 milljónir punda. (Daily Mirror)

Manchester United mun bjóða 80 milljónir punda í Cristiano Ronaldo leikmann Real Madrid í sumar og þá mun félagið bjóða Portúgalanum 14 milljónir punda í árslaun. (Daily Express)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, má eyða 100 milljónum punda í sumar svo lengi sem að liðið nái Meistaradeildarsæti. Mats Hummels, Paul Pogba og Dani Alves eru á óskalistanum hjá van Gaal. (Daily Mail)

Hummels er einnig á óskalista Arsenal. (Daily Telegraph)

Manchester United er tilbúið að hafna 12 milljóna punda tilboði frá Arsenal í Chris Smalling. (Manchester Evening News)

West ham er að skoða Abel Hernandez framherja Hull en hann hefur einungis skorað fjögur mörk í vetur. (Daily Star)

Vonir Liverpool um að krækja í Miralem Pjanic hafa aukist en miðjumaðurinn vill fara frá Roma. (Daily Mirror)

Marquinhos hefur gert nýjan samning við PSG en Manchester United hefur verið að fylgjast með honum. (Daily Mail)

Tottenham ætlar að reyna að fá Fernando Llorente framherja Juventus í sínar raðir. (Daily Express)

Umboðsmaður Felipe Anderson miðjumanns Lazio segir að Manchester City sé að fylgjast með honum. (Talksport)

Ross Barkley, miðjumaður Everton, mun fá frí frá EM U21 árs landsliða í sumar. (Sun)

Paul Scholes telur að Gareth Bale passi fullkomlega inn í lið Manchester United. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner