fös 27. mars 2015 05:55
Daníel Freyr Jónsson
Undankeppni EM um helgina: Ísland mætir Kasakstan
Gylfi Þór Sigurðsson er meðal markahæstu manna undankeppninnar.
Gylfi Þór Sigurðsson er meðal markahæstu manna undankeppninnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er komið að helginni sem margir hafa beðið eftir síðan í nóvember - undankeppni EM fer aftur af stað um helgina.

Íslendingar hófu undankeppnina fullkomlega og unnu þrjá fyrstu leiki sína áður. Var liðið við hlið Tékklands á toppi riðilsins með fullt hús stiga áður en liðin mættust í síðustu umferð. Þar höfðu Tékkar betur 2-1.

Á morgun mæta Íslendingar Kasakstan á útivelli og getur þar komist á beinu brautina á nýjan leik.

Kasakkar eru í 138. sæti FIFA-listans, á meðan Ísland er heilum 103 sætum ofar. Telja því margir að um skyldusigur sé að ræða fyrir okkar menn, en ljóst er að stigin þrjú verða ekki auðsótt til Astana.

Með sigri gætu Íslendingar komist í toppsætið með betri markatölu en Tékkar, sem eiga síðan leik síðar um daginn gegn Lettlandi. Þá mætast einnig Hollendingar og Tyrkir í hörkuleik.

Laugardagur:
15:00 Kasakstan - Ísland Beint á RÚV
17:00 Tékkland - Lettland
19:45 Holland - Tyrkland
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner