Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 27. mars 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Dublin, Írlandi
Kjartan Henry mætir stjóranum sem keypti hann til Celtic
Icelandair
Kjartan í góðum gír á landsliðsæfingu.
Kjartan í góðum gír á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum á fundi áðan að skoða Írana," sagði sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason um vináttulandsleikinn gegn Írlandi á morgun. Kjartan ræddi við Fótbolta.net í hótelgarði landsliðsins í gær.

Hann á sex A-landsleiki að baki, fimm af þeim hafa verið vináttuleikir utan landsleikjahlés í janúar og svo einn leikur í undankeppni EM en hann var 2011.

„Það er ótrúlega gaman að vera partur af þessu og allt í kringum landsliðið er frábært."

Kjartan þekkir þjálfara Írana vel, hinn þaulreynda Martin O'Neill. Sá keypti Kjartan þegar hann var stjóri Celtic og Kjartan var ungur leikmaður KR.

„Hann keypti okkur Theodór Elmar á sínum tíma. Svo var Roy Keane (sem er aðstoðarþjálfair Celtic í dag) leikmaður með okkur. Það er smá nostalgía í að hitta þessa kalla aftur."

Þér myndi ekki leiðast að skora fyrir framan Martin O'Neill?

„Mér leiðist aldrei að skora! Það væri auðvitað gaman. Það væri bara svakalega gaman að fá einhverjar mínútur, fá tækifærið."

Kjartan telur að hann eigi fullt erindi í að vera í landsliðshópnum til frambúðar.

„Auðvitað er eitthvað um meiðsli núna en maður verður bara klár. Nú vita Heimir, Helgi og Gummi hvað ég get og hvað ég hef að leggja fram. Það hefur gengið vel hingað til."

Í viðtalinu hér að ofan talar Kjartan meðal annars um gengi félagsliðs síns, danska úrvalsdeildarliðsins Horsens.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner