Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. apríl 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Depay til Liverpool eða Man Utd?
Powerade
Depay er fastagestur í slúðrinu.
Depay er fastagestur í slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Það er nóg af slúðri í enska boltanum í dag. Kíkjum á það helsta.



Eden Hazard segist vera ánægður hjá Chelsea en hann hefur verið orðaður við Real Madrid. (Sky Sports)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, ætlar að taka til í leikmannahópi sínum í sumar. Memphis Depay kantmaður PSV Eindhoven, Christian Benteke framherji Aston Villa og Danny Ings framherji Burnley eru allir á óskalista hans. (Telegraph)

Rodgers segir þó að það geti skemmt áætlanir sínar ef Liverpool kemst ekki í Meistaradeildina. (Guardian)

Depay hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann sé á leið til Manchester United á 25 milljónir punda. (Daily Express)

Chelsea hefur áhuga á Giannelli Imbula miðjumanni Marseille en hann kostar 20 milljónir punda. Morgan Schneiderlin, miðjumaður Southampton, er einnig undir smásjánni hjá Chelsea. (Sun)

Sam Allardyce, stjóri West Ham, segist ekki ætla að taka við Sunderland. (Mirror)

Tottenham ætlar að fá Florian Thauvin miðjumann Marseille í sínar raðir í sumar. (Mirror)

Nigel Pearson, stjóri Leicester, gæti stillt upp varaliði gegn Chelsea í vikunni til að hvíla menn fyrir leikina mikilvægu gegn Newcastle, QPR og Sunderland. (Daily Mail)

Thierry Henry vill meina að Arsenal þurfi að fá fjóra sterka leikmenn til að geta unnið ensku úrvalsdeildina. (Sky Sports)

Slavisa Jokanovic, stjóri Watford, gæti hætt hjá liðinu í sumar og tekið við Sunderland. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner