Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 27. apríl 2015 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Enginn má leika í treyju númer 4 hjá Inter
Mynd: Getty Images
Internazionale á Ítalíu hefur ákveðið að leggja treyjunúmer 4 niður til heiðurs Javier Zanetti, fyrrum fyrirliða liðsins.

Zanetti, sem er í dag varaforseti Inter, lék á sínum tíma 858 leiki fyrir félagið á 19 ára ferli sínum þar.

Erick Thohir, eigandi liðsins, fannst því tilefni til þess að leggja treyunúmer hans niður en hann lék í treyju númer 4.

Það má segja að bestu tímar hans hafi verið undir stjórn Jose Mourinho en hann vann Meistaradeild Evrópu með liðinu árið 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner