Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 27. apríl 2015 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mata: Getum ekki leyft okkur að tapa öðrum svona leik
Mata og Herrera hafa verið öflugir undanfarna mánuði.
Mata og Herrera hafa verið öflugir undanfarna mánuði.
Mynd: Getty Images
Juan Mata bloggar reglulega um lífið sitt hjá Manchester United og var mjög einlægur í færslu eftir 3-0 tap Man Utd gegn Everton á sunnudaginn.

Mata útskýrði tapið á yfirvegaðan hátt og skrifaði svo um framhaldið, hvað þarf að gera á lokakafla tímabilsins.

„Ég veit að þið eruð mjög vonsvikin eftir tapið á sunnudaginn. Við erum það líka og ég er ennþá sorgmæddur þegar ég skrifa þetta," skrifaði Mata á bloggið sitt.

„Það er erfitt að sætta sig við lokatölurnar. Það var ljóst að þetta yrði erfitt fyrir okkur um leið og McCarthy skoraði. Við reyndum að jafna, sköpuðum færi og héldum boltanum vel á vallarhelmingi Everton en okkur tókst ekki að koma boltanum í netið.

„Þeir spiluðu sinn leik vel, voru sterkir í vörn og nýttu nánast hvert einasta marktækifæri."


Mata endaði færsluna á ákveðnum nótum og sagði skýrt frá markmiðum liðsins á lokakaflanum.

„Við erum á lokakafla tímabilsins og markmiðið er að vinna alla síðustu leikina. Við verðum að endurlauna stuðninginn sem við höfum fengið, meira að segja gegn Everton.

„Við viljum allir spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Við getum ekki leyft okkur að tapa öðrum svona leik, við verðum að snúa aftur á beinu brautina og byrja að vinna leiki."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner