Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. apríl 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
MLS: New England skaust á toppinn með stæl
New England er á miklu skriði.
New England er á miklu skriði.
Mynd: Getty Images
New England Revolution er ósigrað í sex leikjum í röð í MLS-deildinni en um helgina slátraði liðið Real Salt Lake 4-0. New England er á toppi austurriðils eftir umferðina en Chris Tierney, Juan Agudelo, Charlie Davies og Scott Caldwell sáu um markaskorun.

Leikur helgarinnar var þó í vesturriðlinum þar sem Houston Dynamo og Sporting Kansas City gerðu 4-4 jafntefli í leik sem hafði upp á allt að bjóða.

Jozy Altidore var á skotskónum og skoraði bæði mörkin í 2-0 útisigri Toronto gegn Orlando og Clint Dempsey skoraði sigurmark fyrir Seattle Sounders.

Kristinn Steindórsson kom inn sem varamaður á 66. mínútu þegar Columbus Crew vann Philadelphia.

Úrslit helgarinnar:
Chicago Fire 1 - 0 New York City FC
Colorado Rapids 1 - 1 FC Dallas
Columbus Crew 4 - 1 Philadelphia Union
New England Rev. 4 - 0 Real Salt Lake
Houston Dynamo 4 - 4 Sporting Kansas City
Vancouver Whitecaps 1 - 2 DC United
New York Red Bulls 1 - 1 LA Galaxy
Orlando City 0 - 2 Toronto FC
Seattle Sounders FC 1 - 0 Portland Timbers
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner