mán 27. apríl 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Allir frá Chelsea hefðu átt að vera í liði ársins
Ósáttur.
Ósáttur.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er ekki sáttur þrátt fyrir að hafa átt sex leikmenn í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni í vali leikmanna.

Branislav Ivanovic, John Terry, Gary Cahill, Nemanja Matic, Eden Hazard og Diego Costa eru allir í liðinu ásamt David de Gea, Ryan Bertrand, Philippe Coutinho, Alexis Sanchez og Harry Kane. Mourinho hefði viljað sjá fleiri leikmenn frá Chelsea í liðinu.

„Það hefðu átt að vera fleiri leikmenn frá Chelsea. Allir í liðinu hefðu átt að vera frá Chelsea," sagði Mourinho.

„Ég ber virðingu fyrir öllum í liðinu og sérstaklega þar sem að leikmenn kjósa. Það eru frábærir leikmenn í liðinu en það vantar líka átta leikmenn sem eru fyrir utan það."

„Eitt dæmi er Cesc Fabregas. Miðað við stoðsendingafjölda og gæðin í leik hans þá er skrýtið að hann sé ekki þarna."

„Þetta lið myndi aldrei vinna ensku úrvalsdeildina. Það eru fjórir varnarmenn, Matic og fimm sóknarmenn. Það vantar jafnvægi í liðið og það vantar miðjumann til viðbótar."

Athugasemdir
banner
banner
banner