Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. apríl 2015 22:44
Ívan Guðjón Baldursson
Redknapp: Eddie á skilið að vera krýndur borgarstjóri
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp var á leik Bournemouth gegn Bolton þar sem fyrrnefnda liðið svo gott sem tryggði þátttöku sína í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Redknapp hóf stjóraferilinn sinn hjá Bournemouth og stýrði félaginu í níu ár áður en hann tók við West Ham United.

Redknapp hrósaði Eddie Howe, 37 ára gömlum knattspyrnustjóra Bournemouth, í hástert. Howe er búinn að fara með Bournemouth upp um þrjár deildir á sex tímabilum.

„Eddie á skilið að vera krýndur borgarstjóri Bournemouth svæðisins eða eitthvað," sagði Redknapp í útsendingu Sky Sports.

„Þetta er stórkostlegt, algjörlega verðskuldað. Þeir hafa verið magnaðir allt tímabilið og það er ánægjulegt að fylgjast með þeim.

„Ég er mjög ánægður með þetta. Allir áttu sinn part í þessu, eigandinn og stjórnarformenn... en sérstaklega Eddie, sem hefur gert magnaða hluti. Hann er stórkostlegur knattspyrnustjóri.

„Þetta er besta lið í sögu Bournemouth."


Það merkilegasta við þetta ævintýri er að Bournemouth var á barmi gjaldþrots og í fallbaráttu C-deildarinnar fyrir aðeins sex árum síðan.

Síðan þá hefur leiðin aðeins legið upp á við og það verður gífurlega spennandi að sjá hvernig þetta litla félag getur fótað sig í úrvalsdeildinni, en það komast aðeins 12 þúsund áhorfendur fyrir á heimaleikjum liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner